föstudagur, 14. desember 2007

Ég gæti hreinlega grátið

Próflok

Já heyrið nú og hlustið á mig,
mitt hjarta hrópar af fögnuði.
Prófin eru búin og skilja eftir sig
sælu, og ekkert af söknuði!

Höf. Tinna Heimisdóttir, menntaskólastelpa

Prófin eru búin, jólin nálgast, hamingjan hellist yfir mig og í því tilefni ætla ég að dreypa á áfengi annað kvöld. Já, kæru landsmenn, aldrei þessu vant ætlar hún Tinna að leggja sér áfengi til munns, skella sér í eitt stykki afmæli og skemmta sér fram á svarta nótt (maður getur ekki sagt rauða nótt þegar það er svona dimmt úti). Svo kvíði ég engu á næstunni, nema kannski einkunna-afhendingunni sem verður 20.desember. Þá hleypur kannski örlítið stress í mann, en ég hleyp það þá bara af mér :) Mér finnst svo yndislegt að finna fyrir allri þessari bjartsýni núna. Venjulega er ég frekar svartsýn og finnst ekki meika sens að vera bjartsýn, en þegar hún kemur þá er svo gaman :D

Og elskurnar mínar, farið þið varlega í þessu ofsaveðri sem gengur nú yfir. Ég vil fá að njóta hátíðanna með ykkur öllum heilum :)

Kv. Tinnan í góóóóóóóðu skapiiiiii :D

Engin ummæli: