miðvikudagur, 30. apríl 2008

:(

Ég er ekki að fara að flytja í júní...........

......maðurinn sem ætlaði að kaupa okkar íbúð fékk ekki lán svo að kauptilboðin falla úr gildi......

:(:(:(

fimmtudagur, 24. apríl 2008

Dimmition

Ég dimmiteraði í gær. Þetta var án efa einn besti dagur lífs míns.
Við hófum drykkjuna um hálf níu heima hjá Þór og þá var sko skálað í boðinu!Við borðuðum morgunmat og hringdum í Rebekku fyrrum bekkjarsystur okkar og vöktum hana með ljúfum söng. Klukkan ellefu var svo lagt í hann og lá leiðin beint upp í skóla. Þar gengum við inn í garð við fagran söng The Fast Food Song, enda vorum við í McDonalds búningum; shake-ar, franskar og ég var ein af þeim sem var í BigMac búning.

Í garðinum var svo tekið vel á móti okkur með pulsum og gosi (ekki sjens að ég gæti borðað á stundu sem þessari!) og ég nýtti gosið til að hella yfir krakkana. Það var misvel tekið í það.
Eftir garðfjörið fengum ég og Íris far niður í bæ (með hverjum???) og biðum eftir hinum á Hlemmi. Þau komu svo eftir smátíma og við gengum Laugaveginn. Við hittum Lalla vin okkar og skruppum á klósettið inni á Kofanum. Svo kom "aðalskemmtun" dagsins. Ég var á leiðinni yfir lækjargötu og um leið og ég náði á gangstéttina féll ég líka svona svakalega beint á jörðina. Sem betur fer var ég svo vel dúðuð innanundir búningnum að ég slasaðist ekkert í andlitinu! Ég meiddi mig ekkert þá en þegar ég vaknaði seinna um daginn var útlitið blátt. Eða það er að segja fóturinn minn var blár. Ég bólgnaði öll á sköflungnum öðru megin fékk rispur og marbletti, eitt sár sem blæddi úr og einn skurð. En ég lét það sko ekki aftra mér við skemmtunina! Við stoppuðum í ríkinu í Austurstræti og keyptum birgðir og svo hélt fjörið áfram á Ingólfstorgi.

The image “http://a5.ac-images.myspacecdn.com/images01/62/l_987fb2c9f901c1c5b3c065ef0701e264.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Mamma hennar Möggu skutlaði mér svo heim og þar fór ég beint upp í rúm og steinsvaf í góða tvo klukkutíma. Þegar ég vaknaði leið mér ekkert sérstaklega vel. Fæturnir litu ekki vel út og ég var ennþá frekar drukkin en á sama tíma var ég þunn! Tilfinning sem ég vonast til að finna aldrei aftur. Og af því tilefni fékk ég mér strax bjór og annan! Ég skellti mér í sturtu og leið betur eftir það. Ég fór í fínu fötin og fór í fyrirpartý til Sonju. Þar voru svo fleiri bjórar opnaðir og við vorum mætt upp í skóla klukkan sjö. Þar biðu okkar rútur sem fóru með okkur í Básinn sem er rétt hjá Ölfusi fyrir austan. Þar fengum við æðislegan mat og það var rosalega gaman að kveðja kennarana á þennan hátt og ég skemmti mér konunglega. Klukkan hálf eitt lögðum við loksins af stað heim og var það mjög kærkomið enda vorum við búin að vera á fótum og drekkandi í sextán klukkutíma.

Í gær fékk ég líka tvær mjög góðar fréttir. Valdi var ráðinn í fyrra sem umsjónarmaður á frístundaheimilinu sem hann hefur unnið á í nokkur ár, en þá var hann bara ráðinn til eins árs. Hann fékk hins vegar þær fréttir í gær að hann fékk fastráðningu sem er algjör draumur.
Hin fréttin er ekki af verri endanum. Fyrir þá sem ekki vita erum við búin að selja íbúðina okkar og í hádeginu í gær fengum við þær fréttir að við hefðum fengið íbúðina sem okkur langaði svo í. Þriggja herbergja íbúð á Rauðarárstíg :D Við fáum hana afhenta 6.júní og getum ekki beðið!

Ef þið viljið sjá fleiri myndir úr dimmiteringunni þá eru þær á MySpaceinu mínu.

fimmtudagur, 10. apríl 2008