miðvikudagur, 19. nóvember 2008

Ákvörðun


Hvora myndina ætti ég að hengja upp ?

sunnudagur, 16. nóvember 2008

5 vikur og 3 dagar

Í dag eru 5 vikur og 3 dagar til jóla og ég er orðin ofurspennt. Ég var búin að ákveða að skreyta allt síðustu helgina í nóvember sem er einnig fyrsta aðventuhelgin en hún er eftir 2 vikur! Veit ekki hvort að ég geti beðið svo lengi. Ég er búin að ákveða flestar jólagjafirnar og er búin að kaupa stóran hluta af þeim :)

Annars er ég búin að standa í smá framkvæmdum undanfarið, er komin með hillu inn í svefnherbergi, ég er búin að mála viðinn í eldhúsinnréttingunni og kryddhilluna svo það er orðið rosa fínt hjá mér.

Það var Kringlumýrar-dagur í gær og Glaðheimar og allt unglingastarfið fóru í Paint Ball. Ég kláraði allar kúlurnar mínar í fyrsta leik og kláraði annan skammtinn ekki löngu seinna. En einn ónefndur aðili skaut Mýu af minna en 5 metra færi þó svo að hann þræti fyrir það og ég fékk að skjóta hann af 5 metra færi beint í rassinn! Það var ábyggilega eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert :) Um kvöldið var svo hittingur í Vodafone höllinni þar sem ég skemmti mér mjög vel. Við dönsuðum eins og enginn væri morgundagurinn. Myndir og video verða komnar á facebook innan skamms. Annars eru líka komnar nýjar myndir þangað, sem er reyndar ekki alveg rétt, þar sem þetta eru gamlar myndir. Allar síðan 2004, svolítið fyndið að skoða þetta aftur eftir langan tíma. Ég var meiri skinka en mig minnti! Svo eru líka nokkrar fáklæddar myndir, eingöngu fyrir Írisi frænku ;)
Ég nývöknuð daginn eftir 16 ára afmælið

Í skíðaferðalaginu í mars í 10.bekk

-Tinna out