föstudagur, 30. nóvember 2007

Jordy Lemoine

Já, hver man ekki eftir honum Jordy sem fangaði hjörtu allra yngstu grunnskólabarnanna og elstu leikskólabarnanna hér á árum áður. Öll könnumst við við lög á borð við "Ooh lala bébé" og "Alison" og jólalaginu "C'est Noel" úr kvikmyndinni "Look who's talking now".
The image “http://krossfire.files.wordpress.com/2007/01/jordyold.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Jordy Lemoine sem er franskur að uppruna er fæddur 14.janúar 1988 og starfaði sem tónlistarmaður á árunum 1992-1996. Hann komst í heimsmetabók Guinnes fyrir að vera yngsti tónlistarmaður í heimi til að vera með lag í 1.sæti á vinsældarlista, en þá var hann einungis fjögurra og hálfs árs gamall. Lagið sem kom honum á kortið var 'Dur dur d'être bébé' (Það er erfitt að vera barn). Lagið var í fimmtán vikur í fyrsta sæti á vinsældarlista í Frakklandi en einnig náði lagi miklum vinsældum í Evrópu, Brasilíu, Bólivíu, Kólumbíu og Japan.

Árið 1994 bannaði franska ríkisstjórnin lög og myndbönd Jordy í útvörpum og sjónvörpum landsins vegna gruns um að foreldrar Jordy væru að notfæra sér frægð hans til eigin hagsmuna. Orðrómar þess efnis styrktust þegar Lemoine-fjölskyldan opnaði La ferme de Jordy eða Býli Jordy, í þeim tilgangi að laða að sér aðsókn ferðamanna og barna þeirra, en stuttu eftir að staðurinn opnaði fór hann á hausinn. Árið 1996 skildu foreldrar hans og hann sneri aftur í skóla. Seinna sótti hann um að vera lýstur sjálfráða fyrir tilsettan aldur og hann fékk það.

Ásamt þessari stuttu grein um Jordy ákvað ég að skella inn myndbandinu við lagið "Alison" sem ég fékk að láni frá YouTube. Einnig getið þið nálgast önnur myndbönd með Jordy á fyrrnefndri heimasíðu.



Heimildir: Wikipedia

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

dúllubarn