þriðjudagur, 11. desember 2007

Hálka

Til allra þeirra sem málið varðar:

Ég er 19 ára stelpa og á Opel Corsa árgerð 2003. Ég er ekki á nagladekkjum; ég er á heilsársdekkjum. Í dag var mikið slabb og hálka alls staðar á höfuðborgarsvæðinu og ég tók eftir því þegar ég keyrði að heiman úr Árbænum í Borgartúnið. Ég kveikti á spólvörninni áður en ég lagði af stað og passaði mig að halda mig á hámarkshraða og á enn minni hraða þegar umferðin var sem mest. Kringlumýrarbrautin var pökkuð af bílum, líkt og hún er venjulega milli 16°° og 18°°. Nema hvað að ég þurfti nánast að liggja á flautunni allan tímann á fyrrnefndri götu vegna allra hálfvitanna sem aka um! Menn að svína fyrir aðra bíla á fullri ferð í fljúgandi hálku, aðrir ekki að fylgjast með umferðinni fyrir framan sig og snögghemla svo og hætta á fjölmargra bíla árekstur. Og til þeirra sem málið varðar ætla ég að stafa þetta fyrir ykkur: Þ-A-Ð E-R H-Á-L-K-A Ú-T-I !!! A-K-I-Ð V-A-R-L-E-G-A !!! Þeir sem ekki geta það, vinsamlegast haldið ykkur í burtu frá veginum. Ég hef klárlega engan áhuga á því að sjá nokkurn annan deyja í umferðinni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

LOL TINNA!
FEITT LOL

Tinna sagði...

Ég gleymdi samt að segja frá því að þegar ég kom í Borgartúnið þá var ég að fara að taka þátt í umræðuhóp á vegum Capacent Gallup í einn og hálfan klukkutíma, en vegna umferðarfíflanna kom ég of seint. Konan í anddyrinu tjáði mér að það væru allir nýfarnir upp og að ég væri of sein. En samt sem áður, fyrir ómakið, fékk ég 5000 kr gjafabréf í Smáralind. Fyrir að keyra niður í Borgartún! Ekki amalegt það :)