föstudagur, 9. nóvember 2007

Áttatíogfimm

Eins og þið kannski sjáið er ég komin með nýja heimasíðu og gamla er því dottin út. Ég ætla að láta reyna á blogspot.com kerfið, ég er ekki mjög hrifin af þessum íslensku.


Ég fór á '85 ballið á Broadway í gærkvöldi. Klárlega skemmtilegasta ball sem ég hef farið á, og ég er ekki frá því að þetta sé skemmtiegasta '85 ball í sögu SMS. Ég má ekki skrifa í sögu MS vegna þess að Már rektor tók það skýrt fram að þetta ball væri ekki á vegum Menntaskólans við Sund, þið getið lesið um það hér.


Kvöldið byrjaði á undirbúningi í Rauðagerðinu þar sem Esther, mamma hans Valda, var svo yndisleg að lána mér sundbol til að vera í. “Outfittið” var sem sagt eins og hér segir:
Kvart-gammósíur, legghlífar, sundbolurinn góði, “Flashdance” bolur, mittisbelti og háir hælar. Eyrún var svo yndisleg að nenna að bylgja á mér hárið og ég málaði mig sjálf með gylltan augnskugga upp að augabrúnum. Svo tæmdum ég og Kristleifur heilan brúsa af glimmerspreyi yfir hárið á okkur og fötin. Við vorum hipp og kúl.


Fyrirpartýið var svo haldið heima hjá Mörtu Silfá í Grafarvoginum og vil ég þakka henni gestrisnina. Svo þegar ég kom á ballið byrjaði ég á því að týna Írisi Björk og var ég þess í stað með vinkonum hennar allt kvöldið, Katrínu og Agnesi. Þó svo að ég hafði aldrei nokkurntíman séð þessar stelpur áður þá skemmti ég mér konunglega með þeim og dansaði eins og ég ætti lífið að leysa. Moonboots og Herbert Guðmundsson voru alls engin vonbrigði og Danni Deluxe, fyrrum MS-ingur, engu að síður. Ballinu lauk svo á slaginu klukkan eitt eftir miðnætti og Valdi kom og sótti mig.


Á leiðinni heim langaði mig svo allt í einu alveg svakalega mikið í hamborgara. Alvöru sveittan hamborgara. Við stoppuðum á Select og mér til mikillar skelfingar komst ég að því að þau selja ekki hamborgara. Meira að segja Sóma-borgararnir voru búnir. Ég þurfti því að láta mér nægja að kaupa mér pulsu.


Ég fór berfætt inn á Select. Ég komst ekki aftur ofan í skóna mína, þeir meiddu mig svo mikið. Meðan ég svo beið eftir pulsunni sá ég að afgreiðslustúlkan tók pulsubrauðið úr pokanum með töng. Ég ákvað þá að deila vinnuháttum konunnar í matsalnum í MS með Valda og sagði honum að hún gæti ekki skipt volgum Trópí í kaldan vegna þess að þá gæti matsölunni verið lokað af heilbrigðiseftirlitinu. En hins vegar sér hún ekkert athugavert við að slá aldrei inn neina upphæð í kassann (er kannski verið að svíkja undan skatti?) og svo notar hún ekki hanska eða töng. Hún treður puttunum sínum inn í bakkelsið og tekur svo á móti smápeningum og treður puttunum svo inn í næstu matvöru. Hún notast ekki við neinskonar gerildeyði eða sápu á milli þess sem að hún snertir smápeningana og matvörurnar. Enda er ég hætt að versla við þessa konu.


Ég ætla svo að enda þessa færslu á viðeigandi hátt. Með mynd af mér frá ’85 ballinu. Kveð ykkur að sinni, Tinna.


http://a672.ac-images.myspacecdn.com/images01/23/l_f0710ceb7ada1e407448d8c8ae17013f.jpg

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með bloggið.
Fokk hvað ég hlakka til á tvenndó.

Nafnlaus sagði...

Ég ætlaði nú alltaf að mæta á öll 85 böll þangað til ég yrði áttatíuogfimm. Hef nú samt ekki mætt á neitt síðan ég var í fjórða bekk.