miðvikudagur, 14. nóvember 2007

Eru jólin á næsta leiti?

Ég er nokkuð viss um að kennararnir í MS eru með samsæri í gangi um að leyfa nemendunum ekki að eiga sér félagslíf. Munnleg próf, lesa þessa bók á þessu tungumáli og hina bókina og helst að klára hana í gær, símatspróf, horfa á allskonar kvikmyndir sem eru farnar að renna saman í eitt og samt eigum við að vera löngu byrjuð að lesa fyrir jólaprófin! Úff, ég held bara að það fari að líða yfir mig. Og samt á eftir að gera svo margt fyrir jólin, kaupa og/eða búa til gjafirnar, skrifa jólakortin, gera jólahreingerninguna og svo miklu meira sem ég einfaldlega hef ekki tíma til að skrifa niður! Prófin hjá mér klárast 14.desember og þá vill maður ekki eiga allt eftir þannig að maður verður að vera búinn með allavega eitthvað af jóla-stússinu. Maður þyrfti bara að panta tíma hjá vini okkar Dr.Phil til að leita ráða.

En mig langaði til að skrifa niður myndirnar sem ég ætla að horfa á fyrir eða um jólin, og ykkur er velkomið að vera með og jafnvel koma með fleiri hugmyndir fyrir mig :)

Elf – The Grinch – Miracle on 34th street – Djöflaeyjan – Scrooged – Edward Scissorhands – Bridget Jones’s Diary – Home Alone I&II – The Nightmare Before Christmas – White Christmas ....endilega komið með fleiri hugmyndir af skemmtilegum myndum (þurfa ekki endilega að vera jólamyndir).

http://www.solarnavigator.net/geography/geography_images/Christmas_dvd_white_christmas_irving_berlin.jpg

4 ummæli:

Unknown sagði...

NATIONAL LAMPOON'S CHRISTMAS VACATION!!
geim?

Tinna sagði...

tódlí!! :D

Nafnlaus sagði...

i´ll be home for christmas er krúttleg :) og svo nattla santa claus 1, 2 og 3! svo mæli eg með now and then

kv thelma dögg

Nafnlaus sagði...

Muppets christmas carol er must!