mánudagur, 19. nóvember 2007

Stress

Fór á leiklistarprufu upp í MS áðan. Thalía ætlar að setja upp Stjörnustríðs-söngleik og Halldór Gylfason er búinn að vera í því að stjórna leiklistaræfingum nú í haust og hann verður líka leikstjóri sýningarinnar. Mér gekk alveg furðuvel. Ég var búin að ákveða að syngja eitthvað fyrir manninn fyrst að þetta verður nú einu sinni söngleikur, en eftir að hafa prufað að taka mig upp á tölvuna fannst mér ég hljóma alveg hræðilega og ég hætti við. En þegar inn var komið vildi maðurinn endilega fá mig til að syngja eitthvað fyrir sig og einnig að fara með ljóð fyrir sig. Ég sameinaði nú bara þessi tvö og söng fyrir hann “Sofðu unga ástin mín” og líkaði honum bara rosalega vel. Svo prufaði ég að lesa aðeins fyrir nokkur hlutverk, eins og til dæmis Lilju (Leia), R2D2 og Obi Van Kenobi sem hugsanlega verður kona. En ég ætla nú ekki að spilla þessu of mikið fyrir ykkur, þið verðið bara að koma sjálf og sjá sýninguna í febrúar á næsta ári. Ég er sjálf mjög ánægð með frammistöðuna, og svo fáum við að vita eftir viku hver hreppir hvaða hlutverk. (Vona bara innilega að ég verði ekki ráðin í hlutverk sem tré eða steinn eða eitthvað).

Annars mun ég væntanlega ekki eiga mér neitt félagslíf næstu 25 daga en að þeim loknum lýkur jólaprófunum í MS og verð ég þá laus frá öllum heimalærdómi, prófalestri, fyrirlestragerð, þýðingum, munnlegum prófum og allskonar verkefnum. Stressið er svoleiðis að fara með mig að ég veit hreinlega ekki hvað ég á að gera. En núna ætla ég að halda aðeins áfram með kjörsviðsverkefnið mitt, ég er að þýða fyrstu kaflana úr bók sem heitir “elsewhere” og er eftir Gabrielle Zevin. Hlakka rosalega til að vera búin með þetta.

En ég kveð að sinni. Verið nú góð hvort við annað elskurnar mínar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

va hvað þu ert dugleg :) greinilega mest til lista lagt! hehe ;) gangi þer vel í prófunum

Kv Thelma Dögg

Nafnlaus sagði...

Ég hlakka einnig til þegar þú ert búin í prófum. Þá getum við marinerað okkur í jólabjór og konfekti.