mánudagur, 31. desember 2007

Annáll

Jæja, er þá ekki komið að þessu árlega, annállinn.


Janúar: Árið byrjaði með leiðinda kvefi og öllu tilheyrandi. 15.janúar lenti Valdi í bílslysi og var það annað tjónið á blessuðu Kiu-nni okkar gömlu. Annars var ekkert meira merkilegt sem að gerðist þennan mánuðinn.


Febrúar: Árshátíð SMS var haldin með pompi og prakt á Gullhömrum. Leiksýningar hófust á leikriti Thalíu og ég mætti og sminkaði af mikilli lyst. Fyllerí voru mörg og gubbupestin náði mér á sín völd í um það bil viku.


Mars: Ný eldavél, pókersigrar hver á eftir öðrum, Laddi 6-tugur. Bústaðarferð með bekknum sem gekk satt best að segja misvel. Kosningavika SMS gekk með glæsibrag og frábært fólk var kosið í embætti. Önnur bústaðarferð var svo undir lok mánaðarins ásamt Valda, Kristleifi, Gunnari Erni, Aroni, Snorra, Hlyni, Jóa og Sirrý þar sem hin síðastnefnda tilkynnti í heita pottinum að nú væri hún ófrísk að sínu öðru barni með Jóa.


Apríl: Yndislegt páskafrí þar sem ég og Valdi fluttum í Rauðagerðið í tvær vikur meðan Esther og Gaui fóru í sína árlegu ferð til Kúbu að veiða. Ferð með mörgum góðum á söngvakeppnina á Akureyri þar sem við gistum í bústað. Ég klessti bílinn okkar Valda í drasl og ég keypti Opel Corsu árg. 2003. Hildur vinkona mín eignaðist yndislega litla stelpu 30.apríl.

The image “http://a959.ac-images.myspacecdn.com/images01/36/l_833f1d12540c3b5b5b5fc37c56fb0466.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Nýji bíllinn


Maí: Prófin áttu mig fyrri helming þessa mánaðar. Við tók svo bara vinna og meiri vinna og ég byrjaði hjá póstinum í lok mánaðarins.


Júní: Hildur lét skíra dóttur sína Andreu Björk í upphafi mánaðar. Ég eignaðist litla frænku 11.júní sem heitir Ynja Dögg. Skrapp á ball á Flúðum með Sonju, Írisi, Láru og Hrönn. Útilegusumarið var formlega hafið með útilegu á Klaustur með Andra og Hrönn í eina nótt. Einnig fórum ég, Valdi, Kristleifur og Finnbogi í Þórsmörk og hittum þar Eyrúnu, Jonna, Hildi, Jóhönnu, Rakel og Fanney og við tjöldum saman. Það var geeeeggjuð helgi :D


Júlí: Ég varð 19 ára 9.júlí og hélt rosa flott afmæli í garðinum hjá mömmu og svo líka smá fjölskylduafmæli á sjálfan afmælisdaginn. Ég uppgötvaði Scrubs og það var ekki lengi að fréttast enda ég fékk tvær seríur frá Írisi, Eyrúnu, Thelmu Dögg og Jóni í afmælisgjöf.

http://www.channel4.com/entertainment/tv/microsites/S/scrubs/images/scrubs_main_414x260.jpg

Scrubs er beeeeeest


Ágúst: 4.ágúst fór ég í útskriftarferð til Rhodos og hún var geeeeeeeeggjuuuuuð!!!! Ég var reyndar bara í viku á meðan flestir voru í tvær sem var ömurlegt en ég sé samt alls ekki eftir því að hafa farið. Ég fékk mér líka tattoo síðasta kvöldið sem ég var úti, GÖH á ökklann. Ég skrapp yfir til Marmaris á Tyrklandi í einn dag og fór þá í fyrsta sinn til Asíu. Valdi gaf mér nýja tölvu því hin var eiginlega alveg búin á því. Síðasta skólaárið mitt hófst í Menntaskóla.

The image “http://a598.ac-images.myspacecdn.com/images01/96/l_a71e1e91687ceda7ff123e097485403d.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Nýja tattooið mitt


September: Busavikan kom og fór og ég var böðull, looooksins!! Ég hætti hjá Póstinum og byrjaði aftur í Sólbúum og var með Valda sem yfirmann, mjöög spes. Valdi minn varð 23 ára 7.september. Busaballið var enn skemmtilegra en nokkru sinni áður og það var fyrirpartý hjá mér. Danir kíktu í heimsókn til okkar í gegnum skólann og við eigum sömuleiðis eftir að fara út til þeirra. Mamma hélt upp á 45 ára afmælið sitt.


Október: Ég og Valdi áttum þriggja ára sambandsafmæli 2.október. 5.október fór ég ásamt bekknum mínum og málabraut í 3.bekk til Danmerkur í gegnum skólann. Fyrsta kvöldið fórum við á ’85 ball í skólanum hjá þeim þar sem þau seldu bjórinn á tíu danskar krónur, alllgjör snilld! Daginn eftir skoðuðum við Fredriksborg Slot sem var mjög flott. Um kvöldið fór ég svo til Sögu og stelpunnar sem hún var hjá í mat og fórum svo í partý til stelpunnar sem Sólveig og Magga voru hjá og fórum niður í bæ á bar sem heitir Hoe. Svo þriðja daginn tókum við lest til Roskilde og skoðuðum dómkirkjuna þar og norræn víkingaskip sem voru mjög flott. Fjórða daginn fórum við með krökkunum í skólann og sátum með þeim í tímum. Fimmta daginn voru skoðaðar fleiri hallir og kirkjur. Sjötta daginn skoðuðum við Kaupmannahöfn og áttum frjálsan tíma eftir það. Þar tékkaði ég mig inn á Hotel Nebo á Istegade og um kvöldið komu Íris og Eyrún til mín. Við fórum út að borða og sóttum síðan Valda og Kristleif á lestarstöðina og þeir gistu með okkur um nóttina í Kaupmannahöfn. Daginn eftir hittum við hina krakkana á lestarstöðinni og við tókum flug heim.

The image “http://images29.fotki.com/v310/free/92b0b/1/1235711/5491935/Saga027-vi.jpg?1192309533” cannot be displayed, because it contains errors.

Ég og Íris sætar í Kaupmannahöfn


Nóvember: Árgangurinn fór allur í Tirnumyndatökuna og við skiluðum inn lýsingu á myndunum. Síðasta áttatíogfimm vikan fór af stað og var þetta ball án efa ein besta skemmtun sem ég hef nokkru sinni farið á! Þó svo að ég hafi eytt því öllu með tveimur stelpum sem ég hafði aldrei hitt áður. Missti af diskókeilunni en ég og Valdi fórum á bílabíó á Ghostbusters og ég fór síðan og tók upp hæfileikakeppnina og litli frændi minn lenti í 3.sæti og Kristleifur í 2.sæti. Ekkert smá stolt. Tvenndarleikar ÍTR voru svo haldnir með pompi og prakt og Tónabær (mitt lið) vann íþróttakeppnina og blakið. Einnig vorum við með snilldar hæfileikaatriði að hætti sannra Búkalúa. Ég fór í leiklistarprufu hjá Thalíu og stóð mig bara alveg ágætlega, fékk hlutverk sem hernaðarráðgjafi Svarthöfða. Ég kláraði síðustu haustönnina mína í Menntaskólanum við Sund og við tóku prófin.The image “http://a840.ac-images.myspacecdn.com/images01/110/l_77941ea7ae2801175cb227831fe8d3e7.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Ég og Eyrún sætar í fyrirpartíy fyrir '85 ballið


Desember: Prófin áttu mig fyrri helming þessa mánaðar. Í tilefni af lokum þeirra fór ég í bæinn í afmæli til Gests Svavars frænda hans Valda og svo á smá barrölt með Valda og Jóhanni frænda hans. Ég fór á jólahlaðborð í vinnunni og fékk þar þær ánægjulegu fréttir að borgarstjórinn hafði ákveðið að gefa öllum starfsmönnum frístundaheimila Reykjavíkurborgar 7000 kr gjafabréf í Kringluna vegna mikils vinnuálgas á starfsfólki vegna manneklu í vetur, sem er fyrir utan jólabónusinn, jólagjöfina frá Tónabæ og óvænta gjöf frá skrifstofustjóra tómstundamála Reykjavíkurborgar sem var gjafabréf fyrir tvo í baðstofuna í Laugum. Jólin gengu mjög vel fyrir sig með tilheyrandi gjöfum og yfiráti og ég er nokkuð viss um að ég hafi aldrei sofið jafn mikið á ævinni og það er svo goooooott. Ég elska svefn!


Nú er þessum annál lokið og ég vona að þið hafið haft gaman að. Gleðilegt nýtt ár :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir æðislegt ár! :*

Gunni sagði...

Gleðilegt ár elskan mín og takk fyrir þau gömlu.

Þitt ár var töluvert viðburðaríkara en mitt, enda verð ég eldri með hverju árinu.