Tekið af Vísi :
Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri segir afskriftir skulda RÚV andstyggilegan gerning. Segist sjálfur hafa þjáðst af RÚV-hrokanum, sem hann kallar svo meðan Páll Magnússon sjónvarpsstjóri segir Ingva Hrafni skjöplast þegar kemur að rökhugsuninni.
„Enginn er látinn sæta ábyrgð fyrir þetta sukk. Reginhneyksli. Það er mín persónulega skoðun. RÚV-hrokinn er erfiður sjúkdómur," segir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri á ÍNN, meistari ljósvakans, og sparar sig hvergi venju fremur.
Ingvi er mættur til landsins frá Flórída og það beinlínis hvín í tálknum hans í þættinum Á Hrafnaþingi. Já, og reyndar hvar sem hann fer. Því nú ofbýður Ingva Hrafni. Í útsendingu á mánudag henti hann frá sér í gólfið útprentaðri frétt Vísis þess efnis að á fjárlögum væri gert ráð fyrir því að afskrifa 800 milljónir af skuldum RÚV ohf. Með viðbjóði. Ingvi Hrafn telur þetta makalausan gerning.
„Ég er að reka hér litla sæta sjónvarpsstöð og ströggla við að halda því dæmi gangandi. Svo les maður það að Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur einkaframtaksins, heldur áfram að moka almannafé í þessa hít. Fyrirtæki sem hefur undanfarin fimm ár tapað milljón á dag. Menntamálaráðherra er búinn að gera ýmsar dellur en svo eru þær krórónaðar í fjárlögum með að henda óheyrilegum fjármunum í þetta opinbera ríkisfyrirtæki," segir Ingvi Hrafn. Og hann getur trútt um talað. Því hann var fyrir tuttugu árum starfandi sem fréttastjóri á Ríkissjónvarpinu og veit um hvað hann talar. Sjálfur segist Ingvi Hrafn hafa verið haldinn RÚV-hroka og góður með sig í skjóli ríkisins.
„En þetta finnst mér „disgusting". Að sjá þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar henda þessum síðustu óráðsíupeningum í RÚV. Blessa sjálftöku fjár í hlutafélag undir stjórn Páls Magnússonar. Mér finnst þetta andstyggilegt. Svo gerir RÚV allt til að klekkja á keppinautum sínum með undirboðum á auglýsingamarkaði og hafa í hótunum við fólk ef það mætir á aðra miðla í viðtöl."
Ingvi Hrafn er flokksbundinn sjálfstæðismaður og það er honum óljúft að játa að þessi gerningur lýsi hentistefnu sem flokkur hans praktiserar.
„Jájá, það má kannski kalla þetta aumingjaskap. Þetta er þvert á allt það sem við frjálshyggjumenn viljum. Maður hefði haldið að Sjálfstæðisflokkurinn vildi losa um þessi heljartök ríksins en mér býður í grun að ótti flokksins við aðaleigendur 365 ráði þarna mestu um."
Páll Magnússon útvarpsstjóri segir, varðandi afskriftir á skuldum RÚV, það alltaf hafa legið við formbreytingu stofnunarinnar í vor að eiginfjárhlutfall hins nýja félags yrði 15 prósent.
„Ekkert nýtt í því og eitthvað skjöplast Ingva Hrafni nú þegar kemur að rökhugsuninni eins og fyrri daginn. Því til þess er einmitt leikurinn gerður að komast fyrir þennan taprekstur. Alltaf hefur legið fyrir að Ríkisútvarpið hefur verið rekið með tapi undanfarin tíu ár eða svo. Á bilinu 150 uppundir 400 milljónir á ári. Hvar á þeim kvarða hefur ráðist mjög af gengisþróun á hverjum tíma."jakob@frettabladid.is
Þetta er jólakveðja Inga Hrafns til RÚV
Klapp klapp klapp herra Ingi. Ég er ánægð með þig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Djöfull er kallinn flottur!
Skrifa ummæli