föstudagur, 21. desember 2007

ÍTR

Ég er frístundaleiðbeinandi á frístundaheimilinu Sólbúum og vinn hlutavinnu. Ég hef unnið í samfleytt 13 vikur á árinu eða meira og þar af leiðandi fæ ég jólabónus eftir starfshlutfalli. Svo er venjan að Tónabær gefi starfsfólki sínu jólagjöf. Í fyrra fékk ég til dæmis lítinn konfektkassa. Árið í ár var aðeins öðruvísi en venjulega. Ég fékk minn jólabónus útborgaðan með desemberlaununum og gjöfin frá Tónabæ var heldur veglegri en konfektkassi, en við fengum 2.500 kr.- gjafabréf í Skífuna. Nokkuð gott. En það endar ekki hér. Á jólahlaðborði síðastliðinn mánudag var okkur afhent 7.000 kr.-gjafabréf í Kringluna, en það fengu allir starfsmenn frístundaheimilanna hjá ÍTR. Þetta var einhliða ákvörðun Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Og ekki nóg með það, heldur fékk ég afhent umslag í gær með kærri jólakveðju frá skrifstofustjóra skrifstofu tómstundamála Reykjavíkurborgar og gjafabréfi fyrir tvo í Baðstofuna í World Class í Laugum að verðmæti 7.600 kr.-

Ég er eiginlega orðlaus. Þetta var gert til að klappa á bakið á starfsmönnum frístundaheimilanna vegna þess að í vetur hefur verið mikil mannekla á þeim flestum og þeir starfsmenn sem fyrir eru hafa þess vegna verið undir miklu vinnuálagi. Ég get varla sagt annað en takk fyrir mig :)

Engin ummæli: