sunnudagur, 20. janúar 2008

Grunnskólinn

Þó svo að ég hafi verið guðs lifandi fegin að vera laus við hann alveg síðan ég útskrifaðist úr honum þá er ég ekki frá því að ég sakni svolítið gamla grunnskólans míns, Breiðholtsskóla. Gömlu góðu kennararnir eins og Anna Fanney, Helga Hitler, Bjössi, Þórir leikfimiskennari, Helga myndmenntakennari, Láru Ingólfs, Hildur íslenskukennari, hin yndislega Helene Baatz, Sigurjónu, Arndísi og svo má ekki gleyma fólki eins og Ragga og Önnu Siggu aðstoðar- og skólastjóra, Magga deildarstjóra, Tollu gangaverði, Önnu baðverði, Óla feita og Arnþrúði á bókasafninu og Guðjóni tónmenntakennara sem allir voru skííííthræddir við. Nostalgían hríslast um mig alla við að rifja þetta allt upp.
Svo man ég líka alltaf eftir svo sérstökum hlutum. Skeiðinni sem Arndís kom með í skólann til þess að berja í kennaraborðið ef við vorum með læti, DJ-búrið góða sem var klárlega besti chill-staðurinn, svínafóstrin sem flutu í krukku fullri af formalíni inni á bókasafni ásamt uppstoppaðri tófu, kópi og krókódílaunga, hringborðið undir stiganum þar sem við fórum alltaf í laumu, hláturinn hans Óla feita sérstaklega eftir að hafa sagt okkur söguna um Flying Tigers, handboltavökunni, ferðinni á Skóga, skíðaferðalögunum og þá sérstaklega því síðasta þegar það var enginn snjór og við héngum inni allan tímann og horfðum á Death becomes her og Set it off og Kolbrún gerði fastar fléttur í alla og ég plokkaði augabrúnirnar á öllum og Doddi gleymdi töskunni sinni uppi í skóla og svaf undir sænginni minni eingöngu á nærunum! Gooooooooood tiiiiiimes!! Og svo gleymi ég því aldrei þegar ég, Dísa og Hildur vorum ritstjórar skólablaðsins og hugmyndakassanum var stolið. Ég var einmitt að youtube-ast eitthvað áðan og fann heimildarmyndina sem var gerð um þjófnaðinn og hún er algjör snilld! Ég setti hana hérna fyrir neðan en ef þið sjáið hana ekki klikkið þá hér! Njótið :)


9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ahh, góðar stundir :) krúttlegt að sjá alla svona litla! :D

Alveg sammála þér með það að sakna gamla skólans smá, samt .. Allt var eitthvað svo einfalt og skemmtilegt í þá daga :) nægur tími eftir skóla til að gera myndir í þessum dúr og ýmislegt álíka skemmtilegt!

Svo held ég að skíðaferðirnar líði flestum seint úr minni :D til dæmis í fyrrnefndri ferð þegar kennararnir heimtuðu að fara í gönguferð í óveðrinu og allir áttundubekkingarnir voru fjúkandi hægri vinstri, eitt fótbrot(?) og leitað skjóls í skíðaheimili þarna á svæðinu.. Að ógleymdum hetjutöktum í ýmsum ferðalöngunum :)

Tinna sagði...

það var ein sem handleggsbrotnaði og ég, Dísa og Hildur fukum allar....það var alveg pínu gaman :P

Nafnlaus sagði...

hahahahaha þetta er snilld... ohhh við verðum að gera innrás á skólan bráðum:)

Nafnlaus sagði...

GELGJUR! 10. bekkur var sértaklega skemmtilegur :) Pant fara í heimsókn í Breiðholtsskóla bráðum!

Nafnlaus sagði...

datt í hug að kíkja á þetta blogg þitt;) hehe

en ég er svo sammála með grunnskólann!

og í skíðaferðinni.. já.. ég fauk og fékk sár á hnéð og eyðilagði buxurnar:P

samt elska ég það að eiga þessa minningu;)

Tinna sagði...

já, við erum sko alveg að gelgja yfir okkur í þessu videoi! ég sé ekki sólina fyrir þessu tyggjói mínu :D

Nafnlaus sagði...

bwahahahaha!!! já ég er ekki frá því að það séu svolitlir gelgjustælar þarna!
já pant fara í heimsókn í breiðó..:)

Nafnlaus sagði...

Oooh, good times good times! Eins og þetta lið var nú óþolandi í þá daga!;'D. En núna get ég ekki annað en brosað þegar ég hugsa til allra kennaranna og ferðalaganna;) Nostalgíutripp anyone?;D

Nafnlaus sagði...

og hvað í fjandanum er ég að gera með þennan svala í byrjuninni?! getur einhver svarað því?