þriðjudagur, 26. febrúar 2008

Episode IV

Þetta gæti bara verið eitt það sætasta sem ég hef séð!


miðvikudagur, 20. febrúar 2008

Í den........

Þegar ég var lítil hlustaði ég á Ladda plötuna hans pabba, B hliðin var betri

Í dag eiga flestir krakkar Ipod


Þegar ég var lítil keypti mamma handa mér rokklinga-geisladiskinn og spóluna

Í dag downloada allir tónlist af netinu og horfa á DVD


Þegar ég var lítil lét ég taka upp bíómyndir og þætti fyrir mig á spólu

Í dag downloada allir öllu af netinu


Þegar ég var lítil var ég alltaf í Spice Girls bolum og stretch buxum

Í dag eru allir í Levi’s og Diesel


Þegar ég var lítil horfði ég alltaf á Cartoon Network

Í dag horfa allir á 100 mismunandi stöðvar á fjölvarpinu


Þegar ég var lítil fór ég út á videoleigu með pabba

Í dag panta allir sér mynd á Skjánum eða downloada enn einu sinni á netinu


Þegar ég var lítil las ég margar bækur

Í dag lesa allir blogg


Þegar ég var lítil bökuðum ég og mamma oft pizzu saman

Í dag pantar fólk sér pizzu af netinu


Ég sakna þess að vera lítil.....................

sunnudagur, 3. febrúar 2008

Líkir?

Ég er nú ekki vön að pósta tvíförum hérna inná en ég tók eftir þessu þegar ég sá auglýsingu fyrir Boston Legal í sjónvarpinu eitthvert kvöldið


http://www.mireya.is/wp/wp-content/uploads/2007/10/53d01216ad5ca689.jpg
Til vinstri má sjá Christian Clemenson sem leikur Jerry í Boston Legal og við hlið hans er okkar kæri forseti Ólafur Ragnar Grímsson. Líkir? Dæmið þið um það!