Þegar ég var lítil hlustaði ég á Ladda plötuna hans pabba, B hliðin var betri
Í dag eiga flestir krakkar Ipod
Þegar ég var lítil keypti mamma handa mér rokklinga-geisladiskinn og spóluna
Í dag downloada allir tónlist af netinu og horfa á DVD
Þegar ég var lítil lét ég taka upp bíómyndir og þætti fyrir mig á spólu
Í dag downloada allir öllu af netinu
Þegar ég var lítil var ég alltaf í Spice Girls bolum og stretch buxum
Í dag eru allir í Levi’s og Diesel
Þegar ég var lítil horfði ég alltaf á Cartoon Network
Í dag horfa allir á 100 mismunandi stöðvar á fjölvarpinu
Þegar ég var lítil fór ég út á videoleigu með pabba
Í dag panta allir sér mynd á Skjánum eða downloada enn einu sinni á netinu
Þegar ég var lítil las ég margar bækur
Í dag lesa allir blogg
Þegar ég var lítil bökuðum ég og mamma oft pizzu saman
Í dag pantar fólk sér pizzu af netinu
Ég sakna þess að vera lítil.....................
1 ummæli:
Tíminn líður hratt á gervihnattaöld.
Mér finnst samt betra að þurfa ekki að hafa eins mikið fyrir hlutunum.
Skrifa ummæli