Jæja gott fólk. Þá er tveim sýningum Söngleiksins Stjörnustríð lokið og var uppselt á báðar sýningar! (Að vísu seldust 17 miðum of mikið á frumsýninguna en það reddaðist). Umsagnirnar sem við höfum fengið eru vægast sagt góðar og búist er við að við þurfum að hafa nokkrar aukasýningar vegna mikillar aðsóknar. Ef ÞÚ vilt koma á sýninguna (ég mana þig og ef þú kemur ekki þá ertu beiler) þá geturðu keypt miða á Miði.is eða í miðasölu Austurbæjar í síma 551-4700. Ef þið viljið vita sýningartíma eða skemmtilegan fróðleik um leikritið endilega kíkið á Stjörnustríð.Com
Kv. Muff Tarkin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli