þriðjudagur, 23. september 2008

Minning

Yndisleg stelpa hefur verið tekin frá okkur í blóma lífsins. Ég get ekki skilið hvað þeim stóð til sem hrifsuðu hana í burtu. Hún var ein yndislegasta manneskja sem ég hafði kynnst. Ég veit að fólk segir þetta oft um þá sem eru fallnir frá til að skapa góða minningu en ég þarf alls ekkert að búa neitt til, ég segi bara það sama og mér þótti þegar hún var á lífi. Mér þótti alltaf gleðiefni þegar mamma fór til Laugu og Hrafnhildur var hjá henni, ég fann mér alltaf afsökun til að koma að hitta mömmu og Laugu, ég var kannski bara fyrir tilviljun í hverfinu eða eitthvað slíkt. Það sama var þegar Hanna Stella og Líney Mist voru hjá henni, þær systurnar þykja mér yndislegar. Ég mun minnast Hrafnhildar af hlýjunni og góðmennskunni sem einkenndi hana og ég mun ávallt minnast þess litla tíma sem ég fékk að eyða með henni. Hvíldu í friði elsku Hrafnhildur Lilja, ég mun sakna þín.

Engin ummæli: