miðvikudagur, 29. október 2008

Skinka

Var að róta í gömlu dóti hérna heima (mér leiðist alltaf svo svakalega þegar ég er lasin!) og fann fullt af eldgömlum myndum, alveg síðan í 8.bekk. Ekkert smá gaman að finna svona aftur, en ég sá samt eitt sem Íris frænka benti mér reyndar á um daginn....ég var algjör skinka! (skv. skilgreiningunni á henni í dag). Þegar ég var í grunnskóla þá var skinka ógeðsleg og sveitt stelpa sem var yfirleitt í skítugum fötum og var sama hvernig hún lyktaði og var líka sama hvort að hún burstaði tennurnar eða ekki. Í dag er skinka stelpa sem málar sig frekar mikið, gengur mikið í hvítum buxum helst of þröngum og of lágum, spreyjar miklu ilmspreyi á sig, er með tanorexíu og tekur mikið af myndum af sjálfri sér. Ég var alltaf frekar tönuð í grunnskóla og málaði mig á hverjum degi og ég tók greinilega mikið af myndum af sjálfri mér ef marka má það sem ég fann í dag. Ég fann líka ca 10 óframkallaðar filmur sem ég get varla beðið eftir að framkalla!
Á leiðinni á lokaballið í 10.bekkÍ einhverri skólaferð með Sindra

Svo fann ég líka miða síðan í lífsleikni í 1.bekk þar sem allir áttu að skrifa hvað þeim fannst um alla hina. Þetta er það sem ég fann af mínum:
Davíð Tómas: Skemmtileg og fyndin.
Rebekka B.G.: Frábær, mjög skemmtileg og ljúf. Og mjög hreinskilin sem er gott :)
Sonja: Geggjað fín stelpa, mjög hress :)
Sólveig: Stórfurðuleg á góðan hátt, dugleg, skemmtileg og stendur föst á skoðunum sínum. Hress og góð :)
Harpa: Mjög hress og skemmtileg stelpa sem hefur fínar skoðanir á hlutunum.
Marta Silfá: Þú ert algjört æði, mjög góð og traust manneskja :)
Katrín: Sæt og skemmtileg gella. Rock on! :)
Solveig Rut: Æðisleg!! Ótrúlega hress og frábær :)
Saga: Sæt, skemmtileg, ákveðin og brosmild.
Unnur: Hress og frábær stelpa.
Binni: Mögnuð á trommunum og þægilegt að tala við hana.
Magga: Alveg frábær stelpa - gaman að djamma með þér.
Íris: SIGRÍÐUR. Þú ert yndi og æðisleg litla frænka. Takk fyrir allar baðferðirnar í gamla daga :)
Baldvin: Góð leikkona.
Þór: Dugleg stelpa og hugrökk.
Ingibjörg: Fyndin og góð leikkona.

Samkvæmt þessu er ég skemmtileg, hress, góð leikkona og stend augljóslega föst á skoðunum mínum!
Sakna þess pínu að vera í MS, svolítið ljúfsárt útaf ég er líka svo glöð að vera búin með þetta.

Ætla að reyna að skanna þessar myndir bráðum svo að ég geti deilt þessu með ykkur.

Skinka out

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er líka veik :( ma ekki við þvi þarf að vakna 6:30 i fyrramalið og fara i fyrirlestur!! en ja þu ert æði Tinna mín :) Írisi finnst allir vera skiinkur þannig að það er ekkert að marka hana

Thelma Dögg

Tinna sagði...

takk fyrir móralskan stuðning Thelma mín :)

Nafnlaus sagði...

Haha finnst mér allir vera skinkur? En já like I said, þá hef ég alltaf rétt fyrir mér.
Mér finnst samt ummæli mín um þig, best out of the bunch.

Nafnlaus sagði...

Við vorum svo óendanlega töff, og erum auðvitað ennþá! Hlakka til að sjá myndirnar þegar þú ert búin að skanna :)

Nafnlaus sagði...

Það var greinilegt að þér var alveg sama hvort það var strákur eða stelpa sem var ,,góð leikkona" og þór var dugleg stelpa og hugrökk hehehe kv. Ingibjörg

Tinna sagði...

uuu...Ingibjörg: þetta er það sem var skrifað til mín, ekki það sem ég skrifaði til annarra hehe :)

Nafnlaus sagði...

ég hlakka svo til að sjá þessar myndir á morgun!!!

Nafnlaus sagði...

Vá ég skildi 0% í kommentinu hennar Ingibjargar.

Tinna sagði...

hún hélt greinilega að þetta væri það sem ég skrifaði til annars fólks, en ekki það sem þau skrifuðu til mín.... steik!

Nafnlaus sagði...

jaaaaaaaá, vandræðalegt..... hahaha