mánudagur, 26. nóvember 2007

Stjörnustríð

Þá er búið að ráða í hlutverk í MS leikritið, en það hefur verið ákveðið að setja upp Stjörnustríðs-söngleik úr fyrstu Star Wars myndinni. Ég fer með hlutverk hernaðarráðgjafa Svarthöfða og er í æðsta ráði í heimsveldi keisarans, og fyrir (mig og) þá sem ekki vita neitt um Star Wars myndirnar þá er ég í herliði Svarthöfða og þjóna vonda gæjanum. En ég ætla að horfa á myndina þegar ég er byrjuð í jólafríi, og þá eru þær orðnar ansi margar myndirnar sem ég ætla mér að horfa á. Halldór Gylfason leikstýrir verkinu og hann er búinn að ráða sér aðstoðarmann sem heitir Orri Huginn Ágústsson, betur þekkur sem rödd Skjás Eins. Ég hlakka mjög mikið til að vinna með þessum mönnum, og eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að ‘performa’ á sviði fyrir framan fjölda fólks svo að ég er mjög spennt yfir þessu öllu saman.


The image “http://upload.wikimedia.org/wikipedia/en/5/54/Peter_cushing_in_star_wars.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Þessi hérna er einn af hershöfðingjunum og fyrir aftan hann má sjá Svarthöfða

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju mín kæra! Það eru allir einhverskonar harðstjórar inn við beinið.

Nafnlaus sagði...

Það er óneitanlega svipur með ykkur... ekki furða að þú fékkst þetta hlutverk.
Svo hlakka ég til að sjá þig 'in uniform'.

Nafnlaus sagði...

haha og gastu ekki komið star wars nördinu irisi í þetta leikrit hehe en þetta verður gaman :) kv Thelma Dögg