laugardagur, 26. janúar 2008

Bold and the Beautiful

Ég fékk áskrift að Stöð2 að nýju í gær og að því tilefni horfði ég að sjálfsögðu á Bold and the Beautiful, sem ég tel vera bestu sápuóperu frá upphafi sápuóperanna! Að því tilefni ætla ég að leyfa ykkur sem ekki fáið að njóta þessarar sápuóperu vegna stöðvartvö-leysi að komast aðeins inn í fléttuna! NJÓTIÐ!


* Brooke Logan var upphaflega gift Ridge Forrester en hélt svo framhjá honum með Eric Forrester, “pabba” Ridge, og giftist honum. Saman eignuðust þau tvö börn, Rick og Bridget sem bæði voru talin börn Ridge í áraraðir. Brooke og Eric skildu og í kjölfarið byrjaði hún með Thorne, bróður Ridge. Babb kom í bátinn og þau skildu. Stuttu seinna eignaðist hún barn með Deacon sem var þáverandi eiginmaður Bridget Forrester, dóttur hennar sem hún eignaðist með pabba Ridge í framhjáhaldinu. Það gekk ekki upp og þá byrjaði hún aftur með Ridge og þau eignuðust tvö börn saman. Þegar látin eiginkona Ridge, Taylor, sneri aftur slitu Brooke og Ridge samvistum og Ridge tók aftur saman við Taylor í stuttan tíma. Ridge reynir nú eins og hann getur að fá Brooke til sín aftur en nú vill hún ekkert með hann hafa. Nú er hún unnusta Dominicks (Nick) Marone, sem er sonur Massimo og því hálfbróðir Ridge Forrester og vill Massimo að Brooke og Ridge séu saman, en ekki Brooke og Nick eins og staðan er núna.

*Jackie Marone hefur verið handtekin fyrir peningaþvott og fjársvik og situr fangageymslur meðan hún bíður þess að réttarhöld hennar hefjist. Nick, sonur hennar og Massimo Marone, kemur að Megan, starfsmanni hjá Forrester Creations, á skrifstofu móður sinnar og vekur það upp grunsemdir hjá honum um að hún sé eitthvað viðriðin málið. Brooke Logan, unnusta Nicks, ásakar Massimo um að hafa komið fyrrverandi konu sinni í þessa klípu. Í ljós kemur að Megan og Massimo eru ástfangin og hafa þau saman falsað skjölin gegn Jackie til að ná sér niðri á Nick sem myndi gera hvað sem er fyrir móður sína. Massimo vill að Brooke fari frá Nick og byrji aftur með Ridge.


*Ridge gerir allt sem í hans valdi stendur til að reyna að ná Brooke til sín á ný. Hann fær pabba Brooke, Stephen Logan, til að koma til þeirra frá París og hjálpa honum að sannfæra Brooke um að vera með Ridge. Brooke getur ekki litið við föður sínum vegna þess að hann yfirgaf fjölskyldu hennar þegar hún var lítil. Hann reynir að sættast við hana en hún vill það ekki. Hann heldur rosa flotta ræðu og þau fallast grátandi í faðma.


*Jackie segir Nick að Massimo hafi reynt að múta henni til þess að hjálpa honum að koma upp á milli hans og Brooke. Nick biður föður sinn að svara fyrir það og það endar í hótunum. Megan fer að fá bakþanka um að hafa hjálpað Massimo og vill hætta hjá Forrester Creations því hún getur ekki lengur þóst vera þeim jafn trú og hún hafði alltaf verið.


*Felicia Forrester, ein af tveim týndum systrum fjölskyldunnar, snýr heim ásamt ársgömlum syni sínum til þess að færa fjölskyldu sinni þær fregnir að hún sé dauðvona vegna krabbameins. Hún biður hálfsystur sína Bridget (Eric Forrester er pabbi þeirra beggja) um að ættleiða son sinn stuttu áður en hún deyr. Eftir að hafa náð tilfinningaböndum við drenginn nær Felicia skjótum bata og getur annast son sinn sjálf. Bridget og Felicia ákveða í sameiningu að vera báðar saman mömmur Dino litla.


http://www.tvguide.com/images/pgimg/bold-and-beautiful1.jpg

ÉG ELSKA DRAMATÍKINA Í ÞESSUM ÞÁTTUM! .........og ég er nokkuð viss um að ég sé eitthvað sjúk :S

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er líka nokkuð viss um að þú ert eitthvað klikkuð. En þú kemst upp með það því þú ert ekki með svona "crazy laugh"

Nafnlaus sagði...

Fokk hvað þetta er örugglega leiðinlegasta bloggfærsla í heiminum. ...úff.. þetta var roooosalegt!

-Lára

Nafnlaus sagði...

haha eg veit ekki hvað neinn heitir i þessu! enda hundleiðinlegt dæmi! hhe

TDR

Tinna sagði...

þið eruð öll rugluð! þetta er algjör sniiiiilld!!!!! :D

Nafnlaus sagði...

Ég datt úr thessari vímu um tad leyti sem Taylor "dó" ... datt reyndar svo adeins inní tetta eftir ad ég fékk spes símtal um ad Taylor vaeri upprisin, eeeen er dottin út aftur... ekki ad tad breyti miklu máli, madur getur horft á 1 thátt á mánadarfresti en samt alltaf vitad hvad er ad gerast :-p

Nafnlaus sagði...

haha SNILLD.. ég náði þessu öllu saman.. það er aldrei of mikið af drama
-Sólveig