Kv. Muff Tarkin
mánudagur, 31. mars 2008
Söngleikurinn Stjörnustríð
Kv. Muff Tarkin
mánudagur, 17. mars 2008
Leigubíll
Helgin mín í hnotskurn:
*Tinna: Djö það svarar ekki í 5610000.....ég hringi bara í Hreyfil!
*Síminn: duuuuuuud........Góða kvöldið lkdjfæ........
*Tinna: Uuu já góða kvöldið, mig vantar stóran bíl í Brúnaland 28
*Síminn: ...dfgl.....fgjgl......pmel.....
*Tinna: Uuu, ég heyri sko eiginlega ekki neitt það eru svo mikil læti hjá mér, en mig vantar stóran bíl að Brúnalandi 28, eða bara tvo litla bíla
*Síminn: klsls....pwl skw......pdjrl!!
*Tinna: Ok, bara tvo litla bíla þá að Brúnalandi 28!
*Síminn: ÞETTA ER Á DOMINOS PIZZA!!!
*Tinna: Óóóó.....
þriðjudagur, 26. febrúar 2008
miðvikudagur, 20. febrúar 2008
Í den........
Þegar ég var lítil hlustaði ég á Ladda plötuna hans pabba, B hliðin var betri
Í dag eiga flestir krakkar Ipod
Þegar ég var lítil keypti mamma handa mér rokklinga-geisladiskinn og spóluna
Í dag downloada allir tónlist af netinu og horfa á DVD
Þegar ég var lítil lét ég taka upp bíómyndir og þætti fyrir mig á spólu
Í dag downloada allir öllu af netinu
Þegar ég var lítil var ég alltaf í Spice Girls bolum og stretch buxum
Í dag eru allir í Levi’s og Diesel
Þegar ég var lítil horfði ég alltaf á Cartoon Network
Í dag horfa allir á 100 mismunandi stöðvar á fjölvarpinu
Þegar ég var lítil fór ég út á videoleigu með pabba
Í dag panta allir sér mynd á Skjánum eða downloada enn einu sinni á netinu
Þegar ég var lítil las ég margar bækur
Í dag lesa allir blogg
Þegar ég var lítil bökuðum ég og mamma oft pizzu saman
Í dag pantar fólk sér pizzu af netinu
Ég sakna þess að vera lítil.....................
sunnudagur, 3. febrúar 2008
Líkir?

Til vinstri má sjá Christian Clemenson sem leikur Jerry í Boston Legal og við hlið hans er okkar kæri forseti Ólafur Ragnar Grímsson. Líkir? Dæmið þið um það!
laugardagur, 26. janúar 2008
Bold and the Beautiful
* Brooke Logan var upphaflega gift Ridge Forrester en hélt svo framhjá honum með Eric Forrester, “pabba” Ridge, og giftist honum. Saman eignuðust þau tvö börn, Rick og Bridget sem bæði voru talin börn Ridge í áraraðir. Brooke og Eric skildu og í kjölfarið byrjaði hún með Thorne, bróður Ridge. Babb kom í bátinn og þau skildu. Stuttu seinna eignaðist hún barn með Deacon sem var þáverandi eiginmaður Bridget Forrester, dóttur hennar sem hún eignaðist með pabba Ridge í framhjáhaldinu. Það gekk ekki upp og þá byrjaði hún aftur með Ridge og þau eignuðust tvö börn saman. Þegar látin eiginkona Ridge, Taylor, sneri aftur slitu Brooke og Ridge samvistum og Ridge tók aftur saman við Taylor í stuttan tíma. Ridge reynir nú eins og hann getur að fá Brooke til sín aftur en nú vill hún ekkert með hann hafa. Nú er hún unnusta Dominicks (Nick) Marone, sem er sonur Massimo og því hálfbróðir Ridge Forrester og vill Massimo að Brooke og Ridge séu saman, en ekki Brooke og Nick eins og staðan er núna.
*Jackie Marone hefur verið handtekin fyrir peningaþvott og fjársvik og situr fangageymslur meðan hún bíður þess að réttarhöld hennar hefjist. Nick, sonur hennar og Massimo Marone, kemur að Megan, starfsmanni hjá Forrester Creations, á skrifstofu móður sinnar og vekur það upp grunsemdir hjá honum um að hún sé eitthvað viðriðin málið. Brooke Logan, unnusta Nicks, ásakar Massimo um að hafa komið fyrrverandi konu sinni í þessa klípu. Í ljós kemur að Megan og Massimo eru ástfangin og hafa þau saman falsað skjölin gegn Jackie til að ná sér niðri á Nick sem myndi gera hvað sem er fyrir móður sína. Massimo vill að Brooke fari frá Nick og byrji aftur með Ridge.
*Ridge gerir allt sem í hans valdi stendur til að reyna að ná Brooke til sín á ný. Hann fær pabba Brooke, Stephen Logan, til að koma til þeirra frá París og hjálpa honum að sannfæra Brooke um að vera með Ridge. Brooke getur ekki litið við föður sínum vegna þess að hann yfirgaf fjölskyldu hennar þegar hún var lítil. Hann reynir að sættast við hana en hún vill það ekki. Hann heldur rosa flotta ræðu og þau fallast grátandi í faðma.
*Jackie segir Nick að Massimo hafi reynt að múta henni til þess að hjálpa honum að koma upp á milli hans og Brooke. Nick biður föður sinn að svara fyrir það og það endar í hótunum. Megan fer að fá bakþanka um að hafa hjálpað Massimo og vill hætta hjá Forrester Creations því hún getur ekki lengur þóst vera þeim jafn trú og hún hafði alltaf verið.
*Felicia Forrester, ein af tveim týndum systrum fjölskyldunnar, snýr heim ásamt ársgömlum syni sínum til þess að færa fjölskyldu sinni þær fregnir að hún sé dauðvona vegna krabbameins. Hún biður hálfsystur sína Bridget (Eric Forrester er pabbi þeirra beggja) um að ættleiða son sinn stuttu áður en hún deyr. Eftir að hafa náð tilfinningaböndum við drenginn nær Felicia skjótum bata og getur annast son sinn sjálf. Bridget og Felicia ákveða í sameiningu að vera báðar saman mömmur Dino litla.
ÉG ELSKA DRAMATÍKINA Í ÞESSUM ÞÁTTUM! .........og ég er nokkuð viss um að ég sé eitthvað sjúk :S
sunnudagur, 20. janúar 2008
Grunnskólinn
Svo man ég líka alltaf eftir svo sérstökum hlutum. Skeiðinni sem Arndís kom með í skólann til þess að berja í kennaraborðið ef við vorum með læti, DJ-búrið góða sem var klárlega besti chill-staðurinn, svínafóstrin sem flutu í krukku fullri af formalíni inni á bókasafni ásamt uppstoppaðri tófu, kópi og krókódílaunga, hringborðið undir stiganum þar sem við fórum alltaf í laumu, hláturinn hans Óla feita sérstaklega eftir að hafa sagt okkur söguna um Flying Tigers, handboltavökunni, ferðinni á Skóga, skíðaferðalögunum og þá sérstaklega því síðasta þegar það var enginn snjór og við héngum inni allan tímann og horfðum á Death becomes her og Set it off og Kolbrún gerði fastar fléttur í alla og ég plokkaði augabrúnirnar á öllum og Doddi gleymdi töskunni sinni uppi í skóla og svaf undir sænginni minni eingöngu á nærunum! Gooooooooood tiiiiiimes!! Og svo gleymi ég því aldrei þegar ég, Dísa og Hildur vorum ritstjórar skólablaðsins og hugmyndakassanum var stolið. Ég var einmitt að youtube-ast eitthvað áðan og fann heimildarmyndina sem var gerð um þjófnaðinn og hún er algjör snilld! Ég setti hana hérna fyrir neðan en ef þið sjáið hana ekki klikkið þá hér! Njótið :)
mánudagur, 7. janúar 2008
Nýtt
Nýtt ár. Nýjar væntingar. Nýjar lexíur. Nýtt fólk. Nýjar minningar.
Nú er svo sannarlega komið nýtt ár, skólinn og vinnan byrjuð enn á ný og eru strax komin á fullt skrið. Lokaönnin mín í menntaskóla fer allt annað en rólega af stað og strax er alveg vitlaust að gera. Leiklistaræfingar byrja einnig í kvöld en leikritið verður frumsýnt eftir rúmlega mánuð og ég hef ekki enn fengið að sjá handrit svo að það verða væntanlega stífar æfingar út þennan mánuð.
Föðurfjölskylda Valda er búin að byggja bústað á Klaustri sem er loksins tilbúinn og við erum að hugsa um að skella okkur í fjölskylduferð næstu helgi. Það væri alveg kærkomið og yndislegt og ég myndi nota tímann til að reyna að þýða svolítið í kjörsviðsverkefninu mínu sem ég ætla að reyna að klára í þessum mánuði. Eins og sjá má á færslunni minni er ég frekar upptekin þennan mánuðinn. Og ekki nóg með það heldur er ég líka búin að bæta við mig meiri vinnu. Finnst viðeigandi að setja orðið „shit“ fyrir aftan þessa málsgrein.
Einmitt á því augnabliki sem þetta er skrifað er bróðir minn á leiðinni norður á Sauðárkrók en í heila viku ætla hann og maður að nafni Raúl González að skipta um hlutverk. Raúl er grunnskólakennari á Sauðárkróki og ætlar hann að koma til Reykjavíkur og lifa lífinu eins og bróðir minn lifir því daglega og öfugt. Ég hlakka rosalega til að hitta Raúl og þið getið lesið færsluna um komu hans hér.
Meira hef ég ekki að segja í bili. Í næsta bloggi ætla ég enn og aftur að rifja upp árið 2007 sem nú er liðið. Ég veit að þið bíðið spennt og iðið í sætunum ykkar.
Kv. Tinnan
PS. Ég hef fengið einhverjar kvartanir um að fólk geti ekki kommentað því að maður verði að vera skráður á blogspot.com til þess, en þið klikkið bara á comments og farið svo í "Other" eða "Anonymus" :)
mánudagur, 31. desember 2007
Annáll
Jæja, er þá ekki komið að þessu árlega, annállinn.
Janúar: Árið byrjaði með leiðinda kvefi og öllu tilheyrandi. 15.janúar lenti Valdi í bílslysi og var það annað tjónið á blessuðu Kiu-nni okkar gömlu. Annars var ekkert meira merkilegt sem að gerðist þennan mánuðinn.
Febrúar: Árshátíð SMS var haldin með pompi og prakt á Gullhömrum. Leiksýningar hófust á leikriti Thalíu og ég mætti og sminkaði af mikilli lyst. Fyllerí voru mörg og gubbupestin náði mér á sín völd í um það bil viku.
Mars: Ný eldavél, pókersigrar hver á eftir öðrum, Laddi 6-tugur. Bústaðarferð með bekknum sem gekk satt best að segja misvel. Kosningavika SMS gekk með glæsibrag og frábært fólk var kosið í embætti. Önnur bústaðarferð var svo undir lok mánaðarins ásamt Valda, Kristleifi, Gunnari Erni, Aroni, Snorra, Hlyni, Jóa og Sirrý
Apríl: Yndislegt páskafrí þar sem ég og Valdi fluttum í Rauðagerðið í tvær vikur meðan Esther og Gaui fóru í sína árlegu ferð til Kúbu að veiða. Ferð með mörgum góðum á söngvakeppnina á Akureyri þar sem við gistum í bústað. Ég klessti bílinn okkar Valda í drasl og ég keypti Opel Corsu árg. 2003. Hildur vinkona mín eignaðist yndislega litla stelpu 30.apríl.
Nýji bíllinn
Maí: Prófin áttu mig fyrri helming þessa mánaðar. Við tók svo bara vinna og meiri vinna og ég byrjaði hjá póstinum í lok mánaðarins.
Júní: Hildur lét skíra dóttur sína Andreu Björk í upphafi mánaðar. Ég eignaðist litla frænku 11.júní sem heitir Ynja Dögg. Skrapp á ball á Flúðum með Sonju, Írisi, Láru og Hrönn. Útilegusumarið var formlega hafið með útilegu á Klaustur með Andra og Hrönn í eina nótt. Einnig fórum ég, Valdi, Kristleifur og Finnbogi í Þórsmörk og hittum þar Eyrúnu, Jonna, Hildi, Jóhönnu, Rakel og Fanney og við tjöldum saman. Það var geeeeggjuð helgi :D
Júlí: Ég varð 19 ára 9.júlí og hélt rosa flott afmæli í garðinum hjá mömmu og svo líka smá fjölskylduafmæli á sjálfan afmælisdaginn. Ég uppgötvaði Scrubs og það var ekki lengi að fréttast enda ég fékk tvær seríur frá Írisi, Eyrúnu, Thelmu Dögg og Jóni í afmælisgjöf.
Scrubs er beeeeeest
Ágúst: 4.ágúst fór ég í útskriftarferð til Rhodos og hún var geeeeeeeeggjuuuuuð!!!! Ég var reyndar bara í viku á meðan flestir voru í tvær sem var ömurlegt en ég sé samt alls ekki eftir því að hafa farið. Ég fékk mér líka tattoo síðasta kvöldið sem ég var úti, GÖH á ökklann. Ég skrapp yfir til Marmaris á Tyrklandi í einn dag og fór þá í fyrsta sinn til Asíu. Valdi gaf mér nýja tölvu því hin var eiginlega alveg búin á því. Síðasta skólaárið mitt hófst í Menntaskóla.
Nýja tattooið mitt
September: Busavikan kom og fór og ég var böðull, looooksins!! Ég hætti hjá Póstinum og byrjaði aftur í Sólbúum og var með Valda sem yfirmann, mjöög spes. Valdi minn varð 23 ára 7.september. Busaballið var enn skemmtilegra en nokkru sinni áður og það var fyrirpartý hjá mér. Danir kíktu í heimsókn til okkar í gegnum skólann og við eigum sömuleiðis eftir að fara út til þeirra. Mamma hélt upp á 45 ára afmælið sitt.
Október: Ég og Valdi áttum þriggja ára sambandsafmæli 2.október. 5.október fór ég ásamt bekknum mínum og málabraut í 3.bekk til Danmerkur í gegnum skólann. Fyrsta kvöldið fórum við á ’85 ball í skólanum hjá þeim þar sem þau seldu bjórinn á tíu danskar krónur, alllgjör snilld! Daginn eftir skoðuðum við Fredriksborg Slot sem var mjög flott. Um kvöldið fór ég svo til Sögu og stelpunnar sem hún var hjá í mat og fórum svo í partý til stelpunnar sem Sólveig og Magga voru hjá og fórum niður í bæ á bar sem heitir Hoe. Svo þriðja daginn tókum við lest til Roskilde og skoðuðum dómkirkjuna þar og norræn víkingaskip sem voru mjög flott. Fjórða daginn fórum við með krökkunum í skólann og sátum með þeim í tímum. Fimmta daginn voru skoðaðar fleiri hallir og kirkjur. Sjötta daginn skoðuðum við Kaupmannahöfn og áttum frjálsan tíma eftir það. Þar tékkaði ég mig inn á Hotel Nebo á Istegade og um kvöldið komu Íris og Eyrún til mín. Við fórum út að borða og sóttum síðan Valda og Kristleif á lestarstöðina og þeir gistu með okkur um nóttina í Kaupmannahöfn. Daginn eftir hittum við hina krakkana á lestarstöðinni og við tókum flug heim.
Ég og Íris sætar í Kaupmannahöfn
Nóvember: Árgangurinn fór allur í Tirnumyndatökuna og við skiluðum inn lýsingu á myndunum. Síðasta áttatíogfimm vikan fór af stað og var þetta ball án efa ein besta skemmtun sem ég hef nokkru sinni farið á! Þó svo að ég hafi eytt því öllu með tveimur stelpum sem ég hafði aldrei hitt áður. Missti af diskókeilunni en ég og Valdi fórum á bílabíó á Ghostbusters og ég fór síðan og tók upp hæfileikakeppnina og litli frændi minn lenti í 3.sæti og Kristleifur í 2.sæti. Ekkert smá stolt. Tvenndarleikar ÍTR voru svo haldnir með pompi og prakt og Tónabær (mitt lið) vann íþróttakeppnina og blakið. Einnig vorum við með snilldar hæfileikaatriði að hætti sannra Búkalúa. Ég fór í leiklistarprufu hjá Thalíu og stóð mig bara alveg ágætlega, fékk hlutverk sem hernaðarráðgjafi Svarthöfða. Ég kláraði síðustu haustönnina mína í Menntaskólanum við Sund og við tóku prófin.
Desember: Prófin áttu mig fyrri helming þessa mánaðar. Í tilefni af lokum þeirra fór ég í bæinn í afmæli til Gests Svavars frænda hans Valda og svo á smá barrölt með Valda og Jóhanni frænda hans. Ég fór á jólahlaðborð í vinnunni og fékk þar þær ánægjulegu fréttir að borgarstjórinn hafði ákveðið að gefa öllum starfsmönnum frístundaheimila Reykjavíkurborgar 7000 kr gjafabréf í Kringluna vegna mikils vinnuálgas á starfsfólki vegna manneklu í vetur, sem er fyrir utan jólabónusinn, jólagjöfina frá Tónabæ og óvænta gjöf frá skrifstofustjóra tómstundamála Reykjavíkurborgar sem var gjafabréf fyrir tvo í baðstofuna í Laugum. Jólin gengu mjög vel fyrir sig með tilheyrandi gjöfum og yfiráti og ég er nokkuð viss um að ég hafi aldrei sofið jafn mikið á ævinni og það er svo goooooott. Ég elska svefn!
Nú er þessum annál lokið og ég vona að þið hafið haft gaman að. Gleðilegt nýtt ár :)
miðvikudagur, 26. desember 2007
Jól
Megi gæfa og hamingja fylgja ykkur á árinu sem koma skal.
Kv. Tinna jólastelpa
föstudagur, 21. desember 2007
ÍTR
Ég er eiginlega orðlaus. Þetta var gert til að klappa á bakið á starfsmönnum frístundaheimilanna vegna þess að í vetur hefur verið mikil mannekla á þeim flestum og þeir starfsmenn sem fyrir eru hafa þess vegna verið undir miklu vinnuálagi. Ég get varla sagt annað en takk fyrir mig :)
sunnudagur, 16. desember 2007
RÚV-Hrokinn erfiður sjúkdómur
Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri segir afskriftir skulda RÚV andstyggilegan gerning. Segist sjálfur hafa þjáðst af RÚV-hrokanum, sem hann kallar svo meðan Páll Magnússon sjónvarpsstjóri segir Ingva Hrafni skjöplast þegar kemur að rökhugsuninni.
„Enginn er látinn sæta ábyrgð fyrir þetta sukk. Reginhneyksli. Það er mín persónulega skoðun. RÚV-hrokinn er erfiður sjúkdómur," segir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri á ÍNN, meistari ljósvakans, og sparar sig hvergi venju fremur.
Ingvi er mættur til landsins frá Flórída og það beinlínis hvín í tálknum hans í þættinum Á Hrafnaþingi. Já, og reyndar hvar sem hann fer. Því nú ofbýður Ingva Hrafni. Í útsendingu á mánudag henti hann frá sér í gólfið útprentaðri frétt Vísis þess efnis að á fjárlögum væri gert ráð fyrir því að afskrifa 800 milljónir af skuldum RÚV ohf. Með viðbjóði. Ingvi Hrafn telur þetta makalausan gerning.
„Ég er að reka hér litla sæta sjónvarpsstöð og ströggla við að halda því dæmi gangandi. Svo les maður það að Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur einkaframtaksins, heldur áfram að moka almannafé í þessa hít. Fyrirtæki sem hefur undanfarin fimm ár tapað milljón á dag. Menntamálaráðherra er búinn að gera ýmsar dellur en svo eru þær krórónaðar í fjárlögum með að henda óheyrilegum fjármunum í þetta opinbera ríkisfyrirtæki," segir Ingvi Hrafn. Og hann getur trútt um talað. Því hann var fyrir tuttugu árum starfandi sem fréttastjóri á Ríkissjónvarpinu og veit um hvað hann talar. Sjálfur segist Ingvi Hrafn hafa verið haldinn RÚV-hroka og góður með sig í skjóli ríkisins.
„En þetta finnst mér „disgusting". Að sjá þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar henda þessum síðustu óráðsíupeningum í RÚV. Blessa sjálftöku fjár í hlutafélag undir stjórn Páls Magnússonar. Mér finnst þetta andstyggilegt. Svo gerir RÚV allt til að klekkja á keppinautum sínum með undirboðum á auglýsingamarkaði og hafa í hótunum við fólk ef það mætir á aðra miðla í viðtöl."
Ingvi Hrafn er flokksbundinn sjálfstæðismaður og það er honum óljúft að játa að þessi gerningur lýsi hentistefnu sem flokkur hans praktiserar.
„Jájá, það má kannski kalla þetta aumingjaskap. Þetta er þvert á allt það sem við frjálshyggjumenn viljum. Maður hefði haldið að Sjálfstæðisflokkurinn vildi losa um þessi heljartök ríksins en mér býður í grun að ótti flokksins við aðaleigendur 365 ráði þarna mestu um."
Páll Magnússon útvarpsstjóri segir, varðandi afskriftir á skuldum RÚV, það alltaf hafa legið við formbreytingu stofnunarinnar í vor að eiginfjárhlutfall hins nýja félags yrði 15 prósent.
„Ekkert nýtt í því og eitthvað skjöplast Ingva Hrafni nú þegar kemur að rökhugsuninni eins og fyrri daginn. Því til þess er einmitt leikurinn gerður að komast fyrir þennan taprekstur. Alltaf hefur legið fyrir að Ríkisútvarpið hefur verið rekið með tapi undanfarin tíu ár eða svo. Á bilinu 150 uppundir 400 milljónir á ári. Hvar á þeim kvarða hefur ráðist mjög af gengisþróun á hverjum tíma."jakob@frettabladid.is
Þetta er jólakveðja Inga Hrafns til RÚV
Klapp klapp klapp herra Ingi. Ég er ánægð með þig.
föstudagur, 14. desember 2007
Ég gæti hreinlega grátið
Já heyrið nú og hlustið á mig,
mitt hjarta hrópar af fögnuði.
Prófin eru búin og skilja eftir sig
sælu, og ekkert af söknuði!
Höf. Tinna Heimisdóttir, menntaskólastelpa
Prófin eru búin, jólin nálgast, hamingjan hellist yfir mig og í því tilefni ætla ég að dreypa á áfengi annað kvöld. Já, kæru landsmenn, aldrei þessu vant ætlar hún Tinna að leggja sér áfengi til munns, skella sér í eitt stykki afmæli og skemmta sér fram á svarta nótt (maður getur ekki sagt rauða nótt þegar það er svona dimmt úti). Svo kvíði ég engu á næstunni, nema kannski einkunna-afhendingunni sem verður 20.desember. Þá hleypur kannski örlítið stress í mann, en ég hleyp það þá bara af mér :) Mér finnst svo yndislegt að finna fyrir allri þessari bjartsýni núna. Venjulega er ég frekar svartsýn og finnst ekki meika sens að vera bjartsýn, en þegar hún kemur þá er svo gaman :D
Og elskurnar mínar, farið þið varlega í þessu ofsaveðri sem gengur nú yfir. Ég vil fá að njóta hátíðanna með ykkur öllum heilum :)
Kv. Tinnan í góóóóóóóðu skapiiiiii :D
þriðjudagur, 11. desember 2007
Hálka
Ég er 19 ára stelpa og á Opel Corsa árgerð 2003. Ég er ekki á nagladekkjum; ég er á heilsársdekkjum. Í dag var mikið slabb og hálka alls staðar á höfuðborgarsvæðinu og ég tók eftir því þegar ég keyrði að heiman úr Árbænum í Borgartúnið. Ég kveikti á spólvörninni áður en ég lagði af stað og passaði mig að halda mig á hámarkshraða og á enn minni hraða þegar umferðin var sem mest. Kringlumýrarbrautin var pökkuð af bílum, líkt og hún er venjulega milli 16°° og 18°°. Nema hvað að ég þurfti nánast að liggja á flautunni allan tímann á fyrrnefndri götu vegna allra hálfvitanna sem aka um! Menn að svína fyrir aðra bíla á fullri ferð í fljúgandi hálku, aðrir ekki að fylgjast með umferðinni fyrir framan sig og snögghemla svo og hætta á fjölmargra bíla árekstur. Og til þeirra sem málið varðar ætla ég að stafa þetta fyrir ykkur: Þ-A-Ð E-R H-Á-L-K-A Ú-T-I !!! A-K-I-Ð V-A-R-L-E-G-A !!! Þeir sem ekki geta það, vinsamlegast haldið ykkur í burtu frá veginum. Ég hef klárlega engan áhuga á því að sjá nokkurn annan deyja í umferðinni.
fimmtudagur, 6. desember 2007
föstudagur, 30. nóvember 2007
Jordy Lemoine
Jordy Lemoine sem er franskur að uppruna er fæddur 14.janúar 1988 og starfaði sem tónlistarmaður á árunum 1992-1996. Hann komst í heimsmetabók Guinnes fyrir að vera yngsti tónlistarmaður í heimi til að vera með lag í 1.sæti á vinsældarlista, en þá var hann einungis fjögurra og hálfs árs gamall. Lagið sem kom honum á kortið var 'Dur dur d'être bébé' (Það er erfitt að vera barn). Lagið var í fimmtán vikur í fyrsta sæti á vinsældarlista í Frakklandi en einnig náði lagi miklum vinsældum í Evrópu, Brasilíu, Bólivíu, Kólumbíu og Japan.
Árið 1994 bannaði franska ríkisstjórnin lög og myndbönd Jordy í útvörpum og sjónvörpum landsins vegna gruns um að foreldrar Jordy væru að notfæra sér frægð hans til eigin hagsmuna. Orðrómar þess efnis styrktust þegar Lemoine-fjölskyldan opnaði La ferme de Jordy eða Býli Jordy, í þeim tilgangi að laða að sér aðsókn ferðamanna og barna þeirra, en stuttu eftir að staðurinn opnaði fór hann á hausinn. Árið 1996 skildu foreldrar hans og hann sneri aftur í skóla. Seinna sótti hann um að vera lýstur sjálfráða fyrir tilsettan aldur og hann fékk það.
Ásamt þessari stuttu grein um Jordy ákvað ég að skella inn myndbandinu við lagið "Alison" sem ég fékk að láni frá YouTube. Einnig getið þið nálgast önnur myndbönd með Jordy á fyrrnefndri heimasíðu.
Heimildir: Wikipedia
mánudagur, 26. nóvember 2007
Stjörnustríð
Þá er búið að ráða í hlutverk í MS leikritið, en það hefur verið ákveðið að setja upp Stjörnustríðs-söngleik úr fyrstu Star Wars myndinni. Ég fer með hlutverk hernaðarráðgjafa Svarthöfða og er í æðsta ráði í heimsveldi keisarans, og fyrir (mig og) þá sem ekki vita neitt um Star Wars myndirnar þá er ég í herliði Svarthöfða og þjóna vonda gæjanum. En ég ætla að horfa á myndina þegar ég er byrjuð í jólafríi, og þá eru þær orðnar ansi margar myndirnar sem ég ætla mér að horfa á. Halldór Gylfason leikstýrir verkinu og hann er búinn að ráða sér aðstoðarmann sem heitir Orri Huginn Ágústsson, betur þekkur sem rödd Skjás Eins. Ég hlakka mjög mikið til að vinna með þessum mönnum, og eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að ‘performa’ á sviði fyrir framan fjölda fólks svo að ég er mjög spennt yfir þessu öllu saman.
Þessi hérna er einn af hershöfðingjunum og fyrir aftan hann má sjá Svarthöfða
föstudagur, 23. nóvember 2007
Sykur
Sykurvíman leynir sér ekki. Hjálp!
fimmtudagur, 22. nóvember 2007
Jólasveinar
1. SHEEP WORRIER - Stekkjarstaur kemur 12.desember
2. GULLY GAWK - Giljagaur kemur 13.desember
3. STUBBY - Stúfur kemur 14.desember
4. SPOON LICKER - Þvörusleikir kemur 15.desember
5. POT LICKER - Pottasleikir kemur 16.desember
6. BOWL LICKER - Askasleikir kemur 17. desember
7. DOOR SLAMMER - Hurðaskellir kemur 18.desember
8. SKYR GLUTTON - Skyrgámur kemur 19.desember
9. SAUSAGE STEALER - Bjúgnakrækir kemur 20.desember
10. WINDOW PEEPER - Gluggagægir kemur 21.desember
11. DOOR SNIFFER - Gáttaþefur kemur 22.desember
12. MEAT HOOK - Ketkrókur kemur 23.desember
13. CANDLE BEGGAR - Kertasníkir kemur 24.desember
PS. Fékk 9,0 í munnlegu spænsku prófi áðan :D
mánudagur, 19. nóvember 2007
Stress
Fór á leiklistarprufu upp í MS áðan. Thalía ætlar að setja upp Stjörnustríðs-söngleik og Halldór Gylfason er búinn að vera í því að stjórna leiklistaræfingum nú í haust og hann verður líka leikstjóri sýningarinnar. Mér gekk alveg furðuvel. Ég var búin að ákveða að syngja eitthvað fyrir manninn fyrst að þetta verður nú einu sinni söngleikur, en eftir að hafa prufað að taka mig upp á tölvuna fannst mér ég hljóma alveg hræðilega og ég hætti við. En þegar inn var komið vildi maðurinn endilega fá mig til að syngja eitthvað fyrir sig og einnig að fara með ljóð fyrir sig. Ég sameinaði nú bara þessi tvö og söng fyrir hann “Sofðu unga ástin mín” og líkaði honum bara rosalega vel. Svo prufaði ég að lesa aðeins fyrir nokkur hlutverk, eins og til dæmis Lilju (Leia), R2D2 og Obi Van Kenobi sem hugsanlega verður kona. En ég ætla nú ekki að spilla þessu of mikið fyrir ykkur, þið verðið bara að koma sjálf og sjá sýninguna í febrúar á næsta ári. Ég er sjálf mjög ánægð með frammistöðuna, og svo fáum við að vita eftir viku hver hreppir hvaða hlutverk. (Vona bara innilega að ég verði ekki ráðin í hlutverk sem tré eða steinn eða eitthvað).
Annars mun ég væntanlega ekki eiga mér neitt félagslíf næstu 25 daga en að þeim loknum lýkur jólaprófunum í MS og verð ég þá laus frá öllum heimalærdómi, prófalestri, fyrirlestragerð, þýðingum, munnlegum prófum og allskonar verkefnum. Stressið er svoleiðis að fara með mig að ég veit hreinlega ekki hvað ég á að gera. En núna ætla ég að halda aðeins áfram með kjörsviðsverkefnið mitt, ég er að þýða fyrstu kaflana úr bók sem heitir “elsewhere” og er eftir Gabrielle Zevin. Hlakka rosalega til að vera búin með þetta.
En ég kveð að sinni. Verið nú góð hvort við annað elskurnar mínar.